Perlan óhentug fyrir safnastarfsemi

Kostnaður og aðstaða vegna náttúruminjasafns er gagnrýnd.
Kostnaður og aðstaða vegna náttúruminjasafns er gagnrýnd. mbl.is/Ómar

Kostnaður fyrir nýtt heimili Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni og aðstaða hefur verið gagnrýnd af stjórnarþingmönnum og fræðimönnum sem starfað hafa við safnið.

Helgi Torfason, fyrrverandi forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, segir skort vera á aðstöðu fyrir muni safnsins í Perlunni og einnig sé sýningarrýmið ekki nægilega gott. „Lögun tankana er óhentug og það þarf að setja fjármuni í að laga aðstöðuna þannig að hún sé sýningarhæf. Þá má ekki gleyma því að allir vatnstankarnir nema einn eru fullir af 90 gráða heitu vatni og mér hefur alltaf þótt varhugavert að hafa verðmætt safn innan um alla þessa tanka. Verði minnsti leki getur það skemmt muni safnsins.“

Eins bendir Helgi á í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að verði hluti sýningarinnar hafður í stóra opna rými Perlunnar verði að byrgja fyrir glugga hússins enda skemmi sólarljós safngripi en þeir upplitast í sólinni til lengri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert