Almenningur komi með hugmyndir

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Hjörtur

Á vef forsætisráðuneytisins hefur verið komið upp svæði þar sem almenningi er boðið að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum til hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um hluti sem betur mega fara í rekstri ríkisins. Einnig er hægt að senda hugmyndir og ábendingar á netfangið hagraeding@for.stjr.is .

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hagræðingarhópurinn starfar undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar og í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Markmiðið er að hagræðingarhópurinn leggi fram tillögur sem miði að því að auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert