Fjölskylduhátíð í Vogum

Frá fjölskylduhátíðinni í Vogum í fyrra
Frá fjölskylduhátíðinni í Vogum í fyrra

Fjölskyldudagar verða haldnir í Sveitarfélaginu Vogum dagana 15.-18. ágúst. Dagarnir hefjast með golfmóti fimmtudaginn 15.ágúst kl. 09:00. Á föstudagskvöldinu koma íbúar saman í hverfum, grilla og leggja lokahönd á skreytingar.    

Að því loknu verður varðeldur og söngur í fjörunni og foreldrum boðið að grilla sykurpúða fyrir yngri kynslóðina, samkvæmt fréttatilkynningu.

 Á laugardeginum hefst dagskráin kl 10:00 með hverfaleikum. Ljósmyndasýningar verða í Álfagerði frá 10:00-17:00.  Fjölbreytt dagskrá verður í Aragerði þar sem m.a. verður boðið upp á leiktæki, tónlist, fjársjóðsleit, bílasýningu, karamelluflug, Brúðubílinn, Lalla töframann,  sölutjöld, handverksmarkað og sápufótbolta. Einnig andlitsmálningu, blöðrudýr og margt fleira, samkvæmt fréttatilkynningu.

 Um kvöldmatarleytið verða hverfagrill á þremur stöðum í Vogunum og upp úr kl. 20:00 sameinast síðan allir í Aragerði.

Regína Ósk, Gylfi Ægisson og Magni munu annast tónlistarflutning á laugardagskvöldinu fram að flugeldasýningu sem fer í loftið um kl 23:00.

 Sjá nánar hér

Fjölskylduhátíð í Vogum
Fjölskylduhátíð í Vogum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert