Fjölskylduhátíð í Vogum

Frá fjölskylduhátíðinni í Vogum í fyrra
Frá fjölskylduhátíðinni í Vogum í fyrra

Fjöl­skyldu­dag­ar verða haldn­ir í Sveit­ar­fé­lag­inu Vog­um dag­ana 15.-18. ág­úst. Dag­arn­ir hefjast með golf­móti fimmtu­dag­inn 15.ág­úst kl. 09:00. Á föstu­dags­kvöld­inu koma íbú­ar sam­an í hverf­um, grilla og leggja loka­hönd á skreyt­ing­ar.    

Að því loknu verður varðeld­ur og söng­ur í fjör­unni og for­eldr­um boðið að grilla syk­ur­púða fyr­ir yngri kyn­slóðina, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

 Á laug­ar­deg­in­um hefst dag­skrá­in kl 10:00 með hver­fa­leik­um. Ljós­mynda­sýn­ing­ar verða í Álfagerði frá 10:00-17:00.  Fjöl­breytt dag­skrá verður í Ara­gerði þar sem m.a. verður boðið upp á leik­tæki, tónlist, fjár­sjóðsleit, bíla­sýn­ingu, kara­melluflug, Brúðubíl­inn, Lalla töframann,  sölutjöld, hand­verks­markað og sápu­fót­bolta. Einnig and­lits­máln­ingu, blöðru­dýr og margt fleira, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

 Um kvöld­mat­ar­leytið verða hverfagrill á þrem­ur stöðum í Vog­un­um og upp úr kl. 20:00 sam­ein­ast síðan all­ir í Ara­gerði.

Regína Ósk, Gylfi Ægis­son og Magni munu ann­ast tón­listar­flutn­ing á laug­ar­dags­kvöld­inu fram að flug­elda­sýn­ingu sem fer í loftið um kl 23:00.

 Sjá nán­ar hér

Fjölskylduhátíð í Vogum
Fjöl­skyldu­hátíð í Vog­um
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert