Ráðherra fundaði með fulltrúum Huangs

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur átt fundi með full­trú­um kín­verska auðkýf­ings­ins Huang Nubo þar sem hún hef­ur út­skýrt fyr­ir þeim að lög um fjár­fest­ingu er­lendra aðila þurfi að end­ur­skoða í heild sinni. Þetta seg­ir Gísli Freyr Val­dórs­son, aðstoðarmaður ráðherra, í sam­tali við Bloom­berg.

Gísli Freyr tek­ur fram að end­ur­skoðunin snú­ist ekki ein­vörðungu um mál­efni Huangs. Hann bæt­ir við að end­ur­skoðunin fari að öll­um lík­ind­um fram í vet­ur.

Hall­dór Jó­hanns­son, talsmaður Huangs, seg­ir í sam­tali við Bloom­berg, að Huang sé til­bú­inn að fjár­festa á Íslandi en enn sé beðið eft­ir grænu ljósi frá ís­lensk­um stjóvöld­um.

Líkt og fram hef­ur komið þá vill Huang reisa hót­el á Gríms­stöðum á Fjöll­um. Þá hef­ur sömu­leiðis komið til greina að hann kaupi hót­el á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Hall­dór kveðst bjart­sýnn á að nú­ver­andi stjórn­völd muni veita leyfi fyr­ir leigu­samn­ingi.

Hann bæt­ir því við að skipu­lags- og hönn­un­ar­vina við að skipta land­inu upp á Gríms­stöðum á Fjöll­um geti tekið nokk­ur ár. Þá seg­ist hann vera bjart­sýnn á að önn­ur verk­efni sem hafi verið rætt um geti farið í gang í kjöl­far Grímsstaðaverk­efn­is­ins. 

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/​Ern­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka