„Glórulaust“ kerfi

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, vill lengja skólaárið og …
Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, vill lengja skólaárið og hafa fleiri kennsludaga og stytta nám til stúdentsprófs. mbl.is/Rósa Braga

„Kennsla þarf að hætta að snúast um hvernig eigi að borga laun kennara og fara að snúast um nám nemendanna,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði.

Hann segir skólakerfið úrelt og þurfa mikla endurnýjun á öllum sviðum. „Nemendur geta auðveldlega tekið meira nám á þremur árum en þeir gera á fjórum árum núna. Þetta er bara slugs,“ segir Ársæll í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Hann telur styttingu framhaldsskólanáms löngu tímabæra og segir að það kæmi ekki niður á gæðum námsins ef almanaksárið yrði nýtt betur til náms. Ársæll segir mikilvægt að breyta íslensku framhaldsskólunum að forminu til og gera þá eins og í hinum vestrænu ríkjum allt í kringum okkur. „Við erum með gríðarlega gamalt form á skólakerfinu, það sama og við vorum með þegar sveitasíminn var gangandi, það er glórulaust árið 2013.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert