Það telst til stórtíðinda þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson gefur út ljósmyndabækur og nú er Fjallaland, nýjasta bók Ragnars á leið í verslanir. Ragnari hefur verið hampað sem einum færasta heimildaljósmyndara heims en bókin er afrakstur ferða hans í Landmannaafréttir síðastliðin 25 ár þar sem hann hefur slegist í hóp með fjallamönnum að reka fé í réttir.
Ragnar segist verða svo spenntur þegar hann sér augnablikið nálgast að hann hikar ekki við að hlaupa út í á í nístíngskulda til að fanga það á mynd og hætta á að verða blautur allan daginn fyrir vikið.
Mbl.is ræddi við Ragnar um vinnuferlið og Fjallaland en fyrsta upplag bókarinnar kom til landsins í dag.