Skeggræktun og hænsnahvísl

Guðmundur H. Björnsson, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri ja.is.
Guðmundur H. Björnsson, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri ja.is.

Í símaskránni og inni á vef ja.is má finna fjöldann allan af óvenjulegum starfsheitum. Slíkar skráningar vekja gjarnan athygli og skyldi þar engan undra því hugmyndaflugi landans virðist engin takmörk sett.

Starfsheiti á borð við baðstrandasigtari, skeggræktandi, þjóðhetja, garnagaulari, hænsnahvíslari og húsálfur eru góð dæmi um þá miklu fjölbreytni sem er til staðar.

Þrátt fyrir að finna megi þessi starfsheiti þá gilda reglur um slíkar skráningar og það má ekki skrá sig í símaskrána sem hvað sem er, að því er fram kemur í viðtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag við Guðmund H. Björnsson, vöru- og viðskiptaþróunarstjóra hjá ja.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert