Ísjakarnir geta splundrast

Ísjakar geta verið stórhættulegir.
Ísjakar geta verið stórhættulegir. mbl.is/Kristján

Land­helg­is­gæsl­unni barst snemma í morg­un til­kynn­ing frá skipi um tvo borga­rís­jaka sem eru staðsett­ir um 40 sjó­míl­ur norður af Skagatá. Ann­ar jak­inn er mjög stór. Hann er ekki sagður mjög hár en hann er  hins veg­ar um 300 metr­ar í þver­mál. Gæsl­an hef­ur sent sjófar­end­um sigl­ingaviðvör­un.

Mik­il hætta get­ur skap­ast sigli menn of nærri því jak­arn­ir geta splundr­ast og þá leys­ast mikl­ir kraft­ar úr læðingi. Varðstjóri hjá Gæsl­unni seg­ir að þetta sé nán­ast eins og spreng­ing og mol­ar fari í all­ar átt­ir.

Minni jak­inn er sagður vera á stærð við tog­ara. 

Íshrafl er við stærri jak­ann til norðaust­urs sem rek­ur til suðaust­urs á um 1,2 hnúta hraða.

Ekki hef­ur sést til ís­bjarna að sögn Gæsl­unn­ar.

Gæsl­an sagði svo frá því á vef sín­um í gær, að marg­ar til­kynn­ing­ar hafi borist að und­an­förnu um haf­ís og borga­rís­jaka á Græn­lands­sundi. Sigl­ingaviðvar­an­ir voru send­ar út til báta og skipa á svæðinu auk þess sem staðsetn­ing­ar birt­ast á vef Veður­stofu Íslands.

Í fyrra­dag hafði bát­ur sam­band við stjórn­stöð LHG sem var staðsett­ur í grennd við 40 metra háan borga­rís­jaka sem var strandaður rétt utan við Horn­bjarg á Vest­fjörðum. Skömmu síðar hafði skip­stjóri aft­ur sam­band og hafði hann þá skyndi­lega séð borga­rís­jak­ann „splundr­ast“. Mikið hrafl og mol­ar dreifðist um svæðið og eft­ir stóðu tveir stór­ir ís­jak­ar, „ann­ar þeirra valt og lyft­ist“.

Í kjöl­farið las stjórn­stöðin út sigl­ingaviðvör­un en talið er að marg­ir bát­ar muni eiga leið um svæðið næstu daga.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert