Næstum hver einasti skrifar undir

Litríkar breytingar við Hofsvallagötu eru umdeildar meðal íbúa.
Litríkar breytingar við Hofsvallagötu eru umdeildar meðal íbúa. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þrengingar á Hofsvallagötu hafa verið mikið í deiglunni undanfarið og sýnist sitt hverjum, en farið var í þrengingarnar vegna óska íbúa í hverfinu um að hægja á umferð um götuna.

Í hádeginu í dag var lagður fram undirskriftalisti í Melabúðinni til að mótmæla framkvæmdunum og hafa viðtökurnar verið gríðarlegar.

„Það hafa mjög margir skrifað undir, ef ekki allir sem hafa komið inn í búðina,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, verslunarstjóri Melabúðarinnar. „Nokkrir íbúar komu til máls við mig varðandi undirskriftalista, ég kom með hann hingað og lagði hann fram á kassa og fólk sá þetta og skrifaði undir, við vorum ekkert að ota þessu að fólki.“

Blómaker og fuglahús sett upp að hausti

Pétur segir málið vera talsvert hitamál og kveður íbúa hverfisins hafa saknað þess að samráð væri haft við þá frá upphafi um útfærslu þrenginganna. „Það var ekkert kynnt raunverulega hvernig þessi útfærsla átti að vera. Nú er verið að setja blómaker, tré og fuglahús út á götu þegar það er að koma haust og fuglarnir eru um það bil að fljúga burt.“

Hann óttast að breytingarnar hafi neikvæð áhrif á viðskipti fyrir Melabúðina. „Það er verið að tala um að styrkja kaupmanninn á horninu en nú þegar hafa komið til mín kúnnar sem segjast ekki treysta sér til að keyra upp að búðinni vegna þessa nema fara langar krókaleiðir. Með þessu er verið að leiða umferðina inn í hverfin, nær Melaskóla og auka umferð þar sem skólakrakkar ganga í skólann.“

Hin fjölskyldrekna Melabúð er ein rótgrónasta verslun borgarinnar. Pétur Alan …
Hin fjölskyldrekna Melabúð er ein rótgrónasta verslun borgarinnar. Pétur Alan er annar frá vinstri. Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert