Næstum hver einasti skrifar undir

Litríkar breytingar við Hofsvallagötu eru umdeildar meðal íbúa.
Litríkar breytingar við Hofsvallagötu eru umdeildar meðal íbúa. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þreng­ing­ar á Hofs­valla­götu hafa verið mikið í deigl­unni und­an­farið og sýn­ist sitt hverj­um, en farið var í þreng­ing­arn­ar vegna óska íbúa í hverf­inu um að hægja á um­ferð um göt­una.

Í há­deg­inu í dag var lagður fram und­ir­skriftalisti í Mela­búðinni til að mót­mæla fram­kvæmd­un­um og hafa viðtök­urn­ar verið gríðarleg­ar.

„Það hafa mjög marg­ir skrifað und­ir, ef ekki all­ir sem hafa komið inn í búðina,“ seg­ir Pét­ur Alan Guðmunds­son, versl­un­ar­stjóri Mela­búðar­inn­ar. „Nokkr­ir íbú­ar komu til máls við mig varðandi und­ir­skriftal­ista, ég kom með hann hingað og lagði hann fram á kassa og fólk sá þetta og skrifaði und­ir, við vor­um ekk­ert að ota þessu að fólki.“

Blóma­ker og fugla­hús sett upp að hausti

Pét­ur seg­ir málið vera tals­vert hita­mál og kveður íbúa hverf­is­ins hafa saknað þess að sam­ráð væri haft við þá frá upp­hafi um út­færslu þreng­ing­anna. „Það var ekk­ert kynnt raun­veru­lega hvernig þessi út­færsla átti að vera. Nú er verið að setja blóma­ker, tré og fugla­hús út á götu þegar það er að koma haust og fugl­arn­ir eru um það bil að fljúga burt.“

Hann ótt­ast að breyt­ing­arn­ar hafi nei­kvæð áhrif á viðskipti fyr­ir Mela­búðina. „Það er verið að tala um að styrkja kaup­mann­inn á horn­inu en nú þegar hafa komið til mín kúnn­ar sem segj­ast ekki treysta sér til að keyra upp að búðinni vegna þessa nema fara lang­ar króka­leiðir. Með þessu er verið að leiða um­ferðina inn í hverf­in, nær Mela­skóla og auka um­ferð þar sem skólakrakk­ar ganga í skól­ann.“

Hin fjölskyldrekna Melabúð er ein rótgrónasta verslun borgarinnar. Pétur Alan …
Hin fjöl­skyldrekna Mela­búð er ein rót­grón­asta versl­un borg­ar­inn­ar. Pét­ur Alan er ann­ar frá vinstri. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert