Ræða samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnukvöldverð hinn 4. september nk. með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð, en Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, býður til fundarins í tilefni af tvíhliða heimsókn forseta Bandaríkjanna til Svíþjóðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Megintilgangur fundarins er að undirstrika og ræða samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna þegar horft er til sameiginlegra áskorana 21. aldar. Leiðtogarnir munu, meðal annars, ræða samstarf í utanríkismálum, eflingu hagvaxtar og þróunar í heiminum, nýjungar er snúa að hreinni orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Fundar með Obama

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert