Stefna matvælaöryggi í hættu

Nýlega var innflutt spínat innkallað af neytendamarkaði vegna varnarefnis sem …
Nýlega var innflutt spínat innkallað af neytendamarkaði vegna varnarefnis sem greindist í vörunni og sem ekki er heimilt að nota við ræktun matjurta í Evrópu.

Ef hætt verður við verk­efnið „Örugg mat­væli“ sem Mat­væla­stofn­un á aðild að og er hluti af IPA áætl­un­inni falla niður und­anþágur sem Ísland hef­ur notið af hálfu eft­ir­lits­stofn­ana inn­an EES. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un.

„„Að gefnu til­efni skal upp­lýst að verk­efnið Örugg mat­væli, sem var hluti af IPA áætl­un­inni, er mik­il­vægt til að tryggja enn frek­ar mat­væla­ör­yggi og vernda ís­lenska neyt­end­ur óháð inn­göngu í ESB.  Verk­efnið ger­ir ís­lensk­um yf­ir­völd­um, Mat­væla­stofn­un (MAST) og heil­brigðis­eft­ir­liti sveit­ar­fé­lag­anna (HES) bet­ur kleift að fram­fylgja reglu­gerðum um mat­væla­ör­yggi og neyt­enda­vernd, en þær hafa nú þegar verið inn­leidd­ar á Íslandi í gegn­um EES samn­ing­inn,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Sam­kvæmt reglu­gerðinni er skylda að mæla að minnsta kosti 190 varn­ar­efni í mat­væl­um og kraf­ist er getu um að mæla minnst 300 varn­ar­efni. Í dag eru ein­ung­is mæld 63 varn­ar­efni og því ekki vitað hvort önn­ur varn­ar­efni séu til staðar í mat­væl­um hér á landi. Sýni af nátt­úru­leg­um eit­ur­efn­um s.s. sveppa­eit­ur­efn­um og sýni til mæl­inga á eit­ur­efn­um í skel­fiski þarf í dag að greina er­lend­is.

Árið 2011 mæld­ust 8 af 276 eft­ir­lits­sýn­um vegna varn­ar­efna yfir leyfi­leg­um mörk­um, en árið 2012 mæld­ust 3 af 275 eft­ir­lits­sýn­um yfir leyfi­leg­um mörk­um. Það sem af er ár­inu hafa 5 af 140 eft­ir­lits­sýn­um inni­haldið varn­ar­efni yfir leyfi­leg­um mörk­um.

Nýj­asta dæmið er að 6. ág­úst 2013 var inn­flutt spínat innkallað af neyt­enda­markaði vegna varn­ar­efn­is sem greind­ist í vör­unni og sem ekki er heim­ilt að nota við rækt­un ma­t­jurta í Evr­ópu.

Ísland hef­ur hingað til fengið und­anþágu til að greina færri varn­ar­efni í mat­væla­sýn­um, en EES regl­ur gera kröfu um, á meðan unnið væri að úr­bót­um á efna­grein­ing­um.

Verða geta treyst því að mat­væli ógni ekki heilsu þess

„For­send­ur fyr­ir þess­ari und­anþágu og nauðsyn­leg­um úr­bót­um falla burt ef ekk­ert verður af fram­kvæmd verk­efn­is­ins „Örugg mat­væli“, sem jafn­framt nær til fleiri aðskota­efna og efn­isþátta í mat­væl­um.

Eins og horf­ur eru í dag og ef ís­lensk stjórn­völd geta ekki brugðist við, er mat­væla­ör­yggi á Íslandi stefnt í hættu frek­ar en að vinna að nauðsyn­leg­um úr­bót­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi áætlan­ir og skuld­bind­ing­ar.

Neyt­end­ur verða að geta gengið að því vísu að mat­væli hér­lend­is ógni ekki heilsu þeirra og of­an­greint verk­efni er liður í að tryggja það. Því teng­ist þetta verk­efni fyrst og fremst því að fram­fylgja nú­gild­andi reglu­gerðum sem snúa að bættu mat­væla­ör­yggi á Íslandi.

Það er grund­vall­ar­atriði fyr­ir neyt­end­ur að geta treyst því að sá mat­ur sem þeir kaupa og neyta ógni ekki heilsu þeirra. Lyk­il­mark­mið þessa verk­efn­is er að auka enn frek­ar mat­væla­ör­yggi á Íslandi og vernda neyt­end­ur með því að tryggja heil­næmi mat­væla á ís­lensk­um markaði. Verk­efnið er því knýj­andi til að Ísland geti staðið við all­ar þær skuld­bind­ing­ar sem við höf­um und­ir­geng­ist með samþykkt og fram­kvæmd mat­væla­lög­gjaf­ar á EES.

Stutt­ur viðbragðstími er lyk­il­atriði við uppá­kom­ur sem ógna mat­væla­ör­yggi. Ísland er land­fræðilega ein­angrað og því þarf að tryggja að nauðsyn­leg rann­sókna- og ör­ygg­isþjón­usta sé ávallt til staðar í land­inu.

Í því skyni hef­ur MAST gert ör­ygg­is- og for­gangsþjón­ustu­samn­ing við Matís um mat­væla­ör­yggi. Matís er op­in­ber rann­sókna­stofa sem m.a. ber ábyrgð á að greina helstu sýkla og meng­un í mat­væl­um sem lík­legt er að finn­ist á Íslandi en fyr­ir­tækið veit­ir líka ráðgjöf um sýna­töku, grein­ingu á mat­væla­sýn­um og tek­ur þátt í áhættumati um mat­væla­ör­yggi,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Nauðsyn­legt að ís­lensk stjórn­völd fjár­magni verk­efnið

Verk­efnið Örugg mat­væli var sett af stað til að vinna að upp­bygg­ingu nauðsyn­legs tækja­búnaðar til að greina varn­ar­efni, aðskota­efni og önn­ur efni sem geta fund­ist í mat­væl­um. Starfs­fólk rann­sóknaaðila og eft­ir­litsaðila á jafn­framt að þjálfa í notk­un búnaðar, lög­gjöf, sýna­tök­um og gæðamál­um, sem tengj­ast mat­væla­eft­ir­liti og mat­væl­a­rann­sókn­um. Þetta eru verk­efni sem í raun fel­ast í nú­gild­andi lög­gjöf, sem ger­ir kröf­ur um sýna­tök­ur og grein­ing­ar, ásamt því að eft­ir­lits­fólk fái nauðsyn­lega þjálf­un og eft­ir­lit bygg­ist á áhættumati og skráðum verklags­regl­um.

Upp­haf­lega stóð til að fjár­mögn­un verk­efn­is­ins kæmi í gegn­um IPA styrk, en í ljósi þess að sá styrk­ur fæst að lík­ind­um ekki, er nauðsyn­legt að ís­lensk stjórn­völd fjár­magni verk­efnið og vinni þá jafn­vel að lausn þess með aðkomu er­lendra sam­starfsaðila MAST og Matís, sem eru til­bún­ir til að leggja sitt af mörk­um,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert