Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, telur að safnahúsið á Seltjarnarnesi sem upphaflega átti að hýsa Lækningaminjasafn henti vel undir Náttúruminjasafn Íslands.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Ásgerður tilbúin að ganga til samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið um málið þar sem hugmyndir um flutning safnsins í Perluna virðast í uppnámi.
Framkvæmdir við hið sérhannaða safnahús á Seltjarnarnesi stöðvuðust fljótlega eftir hrun en byggingin stendur fokheld.