Vilja völlinn áfram í Vatnsmýri

Deilur hafa lengi staðið um staðsetningu flugvallarins. Hjartað í Vatnsmýrinni …
Deilur hafa lengi staðið um staðsetningu flugvallarins. Hjartað í Vatnsmýrinni kallar eftir sátt um núverandi staðsetningu. mbl.is/Þorkell

„Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessu nýja aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ sagði Vignir Örn Guðmundsson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og einn aðstandenda hópsins Hjartað í Vatnsmýrinni, sem berst fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Reykjavík.

Hjartað í Vatnsmýrinni samanstendur af hópi flugmanna, lækna og verkfræðinga sem hafa þekkingu á flugmálum. Um hádegi á morgun ýta stuðningsmenn flugvallarins úr vör undirskriftasöfnun til stuðnings hans á slóðinni www.lending.is.

„Þessi gjörningur að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýsinni stríðir gegn öryggi og heilsugæslu landsins alls, sem fólkið á rétt á. Að sama skapi er Reykjavík höfuðborg Íslands og hún hefur skyldur sem slík. Flugið er okkar samgöngukerfi í hrjóstrugu, fámennu landi án lestakerfis. Með því að leggja flugvöllinn af í áföngum munu lífsgæði landsbyggðarfólks vera skert. Þetta er hagsmunamál fyrir alla Íslendinga og engan veginn einkamál Reykvíkinga,“ segir Vignir í umfjöllun um flugvallarmálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert