Bloggher gæti komið til varnar

Gunnar Páll segist aldrei hafa ræst út neinn bloggher.
Gunnar Páll segist aldrei hafa ræst út neinn bloggher. mbl.is/ÞÖK

Í bókinni „Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun“ eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson sem mun koma út á fimmtudag er meðal annars sagt frá skjali sem fannst við húsleit árið 2009.

Skjalið hafi verið merkt Gunnari Steini Pálssyni almannatengli og segir í bókinni að í því hafi verið sett fram víðtæk áætlun um hvernig hægt væri að hafa áhrif á umræðu um skjólstæðinga hans, og þá meðal annars að hægt væri að ræsa út „bloggher“ þeim til varnar.

Í frétt um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segist Gunnar ekki hafa ræst út bloggher, en einhverjir sem fyrir hann hefðu starfað hefðu verið með bloggsíður. „Ég hef ráðið menn mér til ráðgjafar og aðstoðar fyrir þau fjölmörgu verkefni sem ég sinni á sviði almannatengsla, og sumir þeirra hafa vissulega verið þátttakendur í bloggheimum,“ segir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert