Hákarlaís í Hveragerði

Ísdagur Kjöríss er haldinn hátíðlegur í Hveragerði í dag.
Ísdagur Kjöríss er haldinn hátíðlegur í Hveragerði í dag.

Ísdagur Kjöríss er haldinn hátíðlegur í Hveragerði í dag. Um er að ræða árlegan viðburð sem er haldinn í sjöunda sinn og hefur gestum fjölgað ört undanfarin ár. Þannig er talið að fjórtán þúsund manns hafi farið í ísbíltúr til Hveragerðis á þessum degi í fyrra.

Á Ísdeginum er lögð sérstök ísleiðsla úr verksmiðju Kjöríss og út á bílaplan. Þar er ísnum svo dælt ofan í gesti og getur hver og einn borðað eins mikið af ís og hann getur í sig látið.

Ásamt hinum hefðbundna ís verður einnig, líkt og fyrri ár, boðið upp á alls kyns ólíkindabrögð sem er hluti af vöruþróun fyrirtækisins og einn af hápunktum dagsins. Ísgerðarmenn Kjöríss hafa undanfarið verið að prófa sig áfram með tugi óvenjulegra ístegunda eins og tannkremsís, hákarlaís, hundasúruís og hnetusmjörsís og geta gestir Ísdagsins tekið þátt í vöruþróun fyrirtækisins með því að smakka og gefa ísunum einkunn. Dæmi eru um að ístegundir sem kynntar voru á hátíðinni hafi farið í almenna framleiðslu hjá fyrirtækinu. Dagskráin hefst klukkan eitt og lýkur klukkan fjögur. 

Ístegundir sem verða í boði:

  • Kinder egg ís
  • Hnetusmjörsís
  • Grænn Hlunkaís
  • Mangó Sherbet
  • Appelsínu-Chilli sherbet
  • Ribenaís
  • Limoncello gelato
  • Ananas Hlunkaís
  • Tannkremsís
  • Grahamskexís
  • Mjúkís ársins 2013
  • Bananaskyrís m/lakkríssósu
  • Turkish Pepperís
  • Lakkrís-ís
  • Ský-án viðbætts sykurs
  • Álfa ís
  • Doritos ís
  • Melassa ís
  • Hákarlaís
  • Hundasúruís
  • Strumpaís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert