Nú á hádegi hefst hin árlega hjólreiðakeppni „Gullhringurinn,“ þar sem besta hjólreiðafólk landsins keppir um titilinn. Keppnin bæði hefst og henni lýkur á Laugavatni. Keppt er í annars vegar A-riðli þar sem leiðin er 111 km löng, og hins vegar B-riðli, en sú leið er um 66 km að lengd. Yfirsögn mótsins er Allir hjóla - allir vinna, og geta því byrjendur einnig tekið þátt. Fyrir þá er í boði svokallaður Silfurhringur og er sú leið 48 km. Gullhringurinn er auðvitað kenndur við „The golden circle,“ sem ferðamenn skoða oft þegar þeir koma til Íslands.
Að keppninni lokinni snæða keppendur íslenska kjötsúpu og svo hefst verðlaunaafhendingin klukkan 16:30.
Þau Helgi Berg Friðþjófsson og María Ögn Guðmundsdóttir sigruðu A-riðil í fyrra.
Hægt er að fylgjast með stöðu keppenda hér