Hjóla Gullhringinn

Yfirsögn mótsins er Allir hjóla - allir vinna
Yfirsögn mótsins er Allir hjóla - allir vinna Mynd/Gullhringurinn

Nú á há­degi hefst hin ár­lega hjól­reiðakeppni „Gull­hring­ur­inn,“ þar sem besta hjól­reiðafólk lands­ins kepp­ir um titil­inn. Keppn­in bæði hefst og henni lýk­ur á Lauga­vatni. Keppt er í ann­ars veg­ar A-riðli þar sem leiðin er 111 km löng, og hins veg­ar B-riðli, en sú leið er um 66 km að lengd. Yf­ir­sögn móts­ins er All­ir hjóla - all­ir vinna, og geta því byrj­end­ur einnig tekið þátt. Fyr­ir þá er í boði svo­kallaður Silf­ur­hring­ur og er sú leið 48 km. Gull­hring­ur­inn er auðvitað kennd­ur við „The gold­en circle,“ sem ferðamenn skoða oft þegar þeir koma til Íslands. 

Að keppn­inni lok­inni snæða kepp­end­ur ís­lenska kjötsúpu og svo hefst verðlauna­af­hend­ing­in klukk­an 16:30. 

Þau Helgi Berg Friðþjófs­son og María Ögn Guðmunds­dótt­ir sigruðu A-riðil í fyrra. 

Hægt er að fylgj­ast með stöðu kepp­enda hér

Rásmarkið er á Laugavatni
Rásmarkið er á Lauga­vatni Mynd/​Gull­hring­ur­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert