Bygging fangelsis auglýst

Fangelsið á Hólmsheiði verður klætt með brúnum málmklæðningum sem taldar …
Fangelsið á Hólmsheiði verður klætt með brúnum málmklæðningum sem taldar eru ríma vel við umhverfið. Teikning/Arkís

Fram­kvæmda­sýsl­an hef­ur birt aug­lýs­ingu þar sem óskað er eft­ir til­boðum í fram­kvæmd­ir við fang­elsi á Hólms­heiði. Húsið er stein­steypt og klætt að hluta og skal ganga frá því að utan og inn­an ásamt lóðarfrá­gangi.

Í aug­lýs­ing­unni kem­ur fram að verk­inu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. des­em­ber 2015. Til­boðin verða opnuð í Rík­is­kaup­um 5. des­em­ber nk.

Nýja fang­elsið verður mót­töku- og gæslu­v­arðhalds­fang­elsi. Fanga­rými verða 56 og þar verður sér­stök deild fyr­ir kven­fanga og aðstaða fyr­ir afplán­un skemmri fang­els­is­refs­inga og var­arefs­inga. Hönn­un fang­els­is­ins er með þeim hætti að hægt verður að stækka og minnka fanga­deild­ir eft­ir þörf­um sem gera mun nýt­ingu fang­els­is­ins betri. Öll aðstaða fanga svo sem fyr­ir vinnu, nám, íþróttaiðkun og síðast en ekki síst aðstaða til heim­sókna verður mun betri en í þeim fang­els­um sem nú eru í notk­un.

Nýja fang­elsið mun leysa af hólmi Hegn­ing­ar­húsið við Skóla­vörðustíg í Reykja­vík, sem starf­rækt hef­ur verið í 140 ár, og Fang­elsið Kópa­vogs­braut 17 en hvor­ugt fang­elsið upp­fyll­ir nú­tíma­kröf­ur um fanga­vist. Þá verður gæslu­v­arðhalds­deild í Fang­els­inu Litla-Hrauni lögð niður og aðstaða henn­ar tek­in fyr­ir afplán­un.

Jarðvegs­fram­kvæmd­ir við fang­elsið á Hólms­heiði hóf­ust í júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka