Lundavarpið í molum

Nær engar pysjur munu komast á legg í Vestmannaeyjum í sumar. Að sögn Erps Snæs Hansen, fuglafræðings hjá Náttúrustofu Suðurlands, eru líkur á að lundinn hafi yfirgefið hreiður sín undir lok júlí vegna fæðuskorts.

„Varpið er eiginlega bara hrunið. Um 4% af holunum var með unga á lífi þegar við skoðuðum þær. Ef þeir lifa allir, sem ekki er líklegt, verða aðeins nokkur hundruð fuglar sem komast á legg. Varpið er í raun alveg í núlli,“ segir Erpur.

Þetta er níunda árið í röð sem nær engir lundar komast á legg í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert