Þjóðaratkvæði sjálfstæð ákvörðun

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst rétt að því sé haldið til haga í þess­ari umræðu að báðir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir tóku þannig til orða í lands­fundarálykt­un­um sín­um að aðild­ar­viðræðunum skyldi hætt og að þeim yrði ekki haldið áfram nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Það var mjög svipað orðalag í báðum álykt­un­un­um hvað þetta varðaði. Það end­ur­speglaðist í rík­is­stjórn­arsátt­mál­an­um frá í maí og eft­ir þeirri stefnu hef­ur verið unnið.“

Þetta seg­ir Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við mbl.is. Hann bæt­ir við að í þessu fel­ist að viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið hafi verið hætt en ákvörðun um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald máls­ins hafi ekki verið tek­in. Hvorki hvort af slíkri at­kvæðagreiðslu verði á þessu kjör­tíma­bili né hvenær. Þeir sem setji fram ann­an skiln­ing á mál­inu séu ein­fald­lega að lýsa eig­in skoðunum en hvorki stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar né flokk­anna sem að henni standi.

Til Alþing­is þegar skýrsl­an ligg­ur fyr­ir

„Það ligg­ur fyr­ir að viðræðunum hef­ur verið hætt með þeim hætti að bæði póli­tísk­um og tækni­leg­um viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið hef­ur verið hætt. Það ligg­ur líka fyr­ir að ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur það verk­efni að hafa for­göngu um gerð skýrslu um stöðu viðræðnanna og stöðu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu. Meðal ann­ars hvernig sam­bandið hef­ur verið að þró­ast. Það hef­ur komið skýrt fram að þessi mál munu auðvitað koma til umræðu og um­fjöll­un­ar á Alþingi þegar sú skýrsla ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Birg­ir seg­ir að það sem skipti meg­in­máli á þess­um tíma­punkti sé að und­ir­strika að ákvörðun um það hvort þjóðar­at­kvæðagreiðsla verði hald­in, hvenær og um hvað verði spurt sé viðfangs­efni sem krefj­ist nýrr­ar og sjálf­stæðrar ákvörðunar sem ekki hafi verið tek­in. „Það er auðvitað aug­ljóst og sést á um­mæl­um í fjöl­miðlum að mönn­um ligg­ur mis­mikið á að taka þá ákvörðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka