Hækki meira en verðbólgan

Formaður VM segir brýnt að hækka laun véltækni- og málmiðnaðarmanna.
Formaður VM segir brýnt að hækka laun véltækni- og málmiðnaðarmanna. mbl.is/Ómar

Formenn þriggja fjölmennra iðnfélaga munu í komandi kjarasamningum gera kröfu um að laun félagsmanna þeirra hækki umfram verðbólgu á samningstímanum.

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir kröfuna skýra. „Það gefur augaleið að ef kaupmáttur á að aukast þurfum við að vera með launahækkanir sem eru umfram verðbólgu.“

Í umfjöllun um horfurnar í kjaramálum í Morgunblaðinu í dag segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir „væntingarnar miklar“. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekur í sama streng.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert