Minni veðuránægja í ár

Rigningardagur í borginni
Rigningardagur í borginni mbl.is/Ómar Óskarsson

Tölu­vert minni ánægja er með veðrið í sum­ar en í fyrra, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un MMR. Það eru íbú­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi sem eru ánægðast­ir með veðrið í sum­ar en lít­il ánægja er með veðrið meðal íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Könn­un­in var gerð dag­ana 9. til 14. ág­úst 2013 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 914 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Af þeim sem tóku af­stöðu sögðu 86,6% þeirra sem bú­sett voru í Norðaust­ur­kjör­dæmi að þau væru ánægð með veðrið í sum­ar, 57% þeirra sem bú­sett í Norðvest­ur­kjör­dæmi sögðust vera ánægð með veðrið í sum­ar, 38,3% þeirra sem bú­sett voru í Suður­kjör­dæmi, 38,2% þeirra sem bú­sett voru í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um og 28,4% þeirra sem bú­sett voru í Suðvest­ur­kjör­dæmi voru ánægð með veðrið í sum­ar.

Nokk­ur mun­ur var á ánægju með veðrið í sum­ar á milli hópa. Karl­ar voru frek­ar ánægðir með veðrið en kon­ur. Ánægja með veðrið jókst með hækkuðum aldri og Fram­sókn­ar­fólk var lík­legra til að vera ánægt með veðrið en stuðnings­fólk annarra flokka.

Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 49,8% karla vera ánægðir með veðrið í sum­ar, borið sam­an við 39,9% kvenna.

58,7% þeirra sem til­heyrðu elsta ald­urs­hópn­um (68 ára og eldri) sögðust vera ánægð með veðrið í sum­ar, borið sam­an við 40,5% þeirra sem til­heyrðu yngsta ald­urs­hópn­um (18-29 ára).

61,7% þeirra sem bjuggu á lands­byggðinni sögðust vera ánægð með veðrið, borið sam­an við 33,8% þeirra sem bjuggu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þegar niður­stöður eru skoðaðar eft­ir stuðningi við stjórn­mála­flokka má sjá að hlut­falls­lega mest ánægja með veðrið í sum­ar ríkti meðal Fram­sókn­ar­fólks en minnst ánægja með veðrið ríkti meðal stuðnings­fólks Bjartr­ar framtíðar. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 53,2% Fram­sókn­ar­manna vera ánægðir með veðrið í sum­ar, borið sam­an við 35,0% þeirra sem studdu Bjarta framtíð.

Sjá nán­ar á vef MMR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert