Óhóflegur fjöldi mála bíður

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. mbl.is/reuters

Tuttugu mál frá Íslandi bíða nú úrlausnar Mannréttindadómstóls Evrópu, en alls eru það rúmlega 113.000 mál sem bíða úrlausnar af hálfu dómstólsins.

„Óhóflegur fjöldi mála frá aðildarríkjunum bíður úrlausnar,“ segir Róbert R. Spanó, prófessor, sem hefur störf sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í byrjun nóvember.

„Málafjöldinn hefur þróast gríðarlega hratt á undanförnum áratug. Það má rekja til aukinnar þekkingar á störfum dómstólsins og stækkunar lögsögunnar með fleiri aðildarríkjum til austurs,“ segir Róbert í fréttaskýringu um málavexti hjá dómstólnum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert