Stefna flokkanna alltaf verið skýr

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir það aldrei hafa komið til tals hjá rík­is­stjórn­inni að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. 

„Það er hvorki stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins né Fram­sókn­ar­flokks­ins að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla fari fram. Við höf­um stöðvað aðild­ar­viðræðurn­ar, þær eru ekki virk­ar leng­ur. Nú hef­ur ut­an­rík­is­ráðherra, að ég held, sett af stað vinnu um gerð skýrslu um stöðu aðild­ar­viðræðnanna og ég á von á því að hún taki nokkr­ar vik­ur. Skýrsl­an verður lögð fyr­ir þingið til umræðu og síðan gæti ákvörðun um þjóðar­at­kvæðagreiðslu verið rædd í eðli­legu fram­haldi,“ seg­ir Bjarni. 

Hann tel­ur það ekki svik við þá sjálf­stæðis­menn sem styðja áfram­hald­andi viðræður við ESB. Hann seg­ir það skýrt hver stefna flokks­ins hafi verið fyr­ir kosn­ing­arn­ar og að hún hafi verið að stöðva aðild­ar­viðræðurn­ar. „Það er hins veg­ar mín skoðun, og ég ræddi það fyr­ir kosn­ing­ar að það gæti farið vel á því að við efnd­um ein­hvern tím­ann á fyrri hluta kjör­tíma­bils, eða þá að það gæti orðið á seinni hlut­an­um, til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Evr­ópu­sam­bands­mál­in,“ sagði Bjarni í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar í dag, en aðild­ar­viðræðurn­ar voru ekki til umræðu á fund­in­um. 

Eng­inn ágrein­ing­ur á milli stjórn­ar­flokk­anna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert