Yfir 25 þúsund hafa skrifað undir vegna flugvallarins

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

„Þetta gerist hraðar en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni.

Í gærkvöldi höfðu yfir 25 þúsund manns lýst yfir stuðningi við flugvöll í Vatnsmýrinni á heimasíðunni lending.is, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Friðrik segir undirskriftasöfnun félagsins hafa fengið afar jákvæðar undirtektir og að viðbrögð við henni hafi komið alls staðar að. Hann segir að umræðunni um flugvöllinn hafi verið stýrt af þröngum hópi innan borgarkerfisins en nú hafi allir landsmenn tækifæri til að viðra skoðun sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert