Býflugurnar sluppu út

Óhappið kemur sér illa fyrir íslenska býflugnabændur.
Óhappið kemur sér illa fyrir íslenska býflugnabændur. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Býflugur sem flytja átti til Íslands á vegum Býflugnafélags Íslands frá Álandseyjum sluppu út þegar verið var að flytja þær með flugi frá Finnlandi. Ástæðan er sú að seljandinn gekk ekki nægilega vel frá þeim fyrir flutninginn.

Greint er frá þessu á vef  Bændablaðsins og nánar í blaðinu sem kemur út á morgun.

Undanfarin ár hefur Býflugnafélag Íslands (Bý) flutt inn býflugur frá Álandseyjum. Innflutningurinn gekk ekki vel í ár. Ætlunin var að flytja inn 48 bú með flugi frá Finnlandi, en illa var gengið frá umbúðunum þannig að rúmlega helmingur býflugnanna slapp út.

Egill Sigurgeirsson, formaður félagsins, segir í samtali við Bændablaðið að því miður hafi þetta gerst, en ábyrgðin liggi hjá seljandanum sem beri allt fjárhagsleg tjón. Eftir sitji íslenskir býflugnaræktendur með sárt ennið. Hann segir að nýir félagsmenn hafi verið látnir ganga fyrir með þau bú sem lifðu ferðalagið af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert