Þykir svarleysið ekki fréttnæmt

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það tók mánuði jafnvel mörg ár að fá svör við spurningum frá síðustu ríkisstjórn. Ég þurfti meira að segja að kæra eitt svarleysið til Ríkisendurskoðunar.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi ekki svarað sjö spurningum frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið.

Guðlaugur segir að það hafi ekki þótt frétt hjá Ríkisútvarpinu þegar hann hafi þurft að kæra svarleysi til Ríkisendurskoðunar „en það eru tveir dagar síðan að Árni Páll sendi Gunnar Braga bréf og það kemur í hádegisfréttum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert