Móðir í Reykjavík segist vera í hálfgerðu sjokki eftir að hafa fengið í hendur skóladagatal frá barninu sínu.
„Samkvæmt mínum útreikningum eru það um 55 dagar á ári sem barnið er lítið sem ekkert í skólanum umfram sumarfrí foreldra,“ segir móðirin.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir formaður Félags grunnskólakennara frídögum ekki hafa fjölgað.