Endurskoða samstarfið við Moskvu

Jón Gnarr borgarstjóri skartaði íslenskum upphlut í gleðigöngu hinsegin daga …
Jón Gnarr borgarstjóri skartaði íslenskum upphlut í gleðigöngu hinsegin daga í ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til­laga Jóns Gn­arr borg­ar­stjóra um end­ur­skoðun á sam­starfs­samn­ingi Reykja­vík­ur­borg­ar við Moskvu, höfuðborg Rúss­lands, var samþykkt í borg­ar­ráði í gær. Til­efnið er sú þróun sem átt hef­ur sér stað í mál­efn­um sam­kyn­hneigðra, tví­kyn­hneigðra og trans­fólks í Rússlandi.

Moskva er ein af 11 borg­um sem telj­ast til vina­borg Reykja­vík­ur. 

Sam­kvæmt til­lögu Jóns er borg­ar­lög­manni, mann­rétt­inda­skrif­stofu og skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara falið að koma með til­lög­ur að breyt­ing­um á sam­starfs­samn­ingi Reykja­vík­ur og Moskvu, eða upp­sögn á hon­um, að höfðu sam­ráði við ut­an­rík­is­ráðuneytið og Sam­tök­in ´78.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram sér­staka bók­un um að þeir setji sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breyt­ing­ar á sam­starfs­samn­ingn­um. Hins veg­ar benda þeir á að ís­lensk ut­an­rík­isþjón­ustu sé í sendi­ráðs- og ræðismanns­sam­bandi á 270 stöðum í heim­in­um í yfir 80 lönd­um.

Ólík­legt til að vekja at­hygli ann­ars staðar en hér

„Með því að vera í sam­bandi við önn­ur ríki á alþjóðavett­vangi er ís­lensk þjóð ekki að leggja bless­un sína yfir mann­rétt­inda­brot sem vitað er að fram­in eru í ýms­um þess­ara landa, þ. á m. í lönd­um þar sem starf­rækt eru ís­lensk sendi­ráð,“ seg­ir í bók­un sjálf­stæðismanna í borg­inni.

„Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra, tví­kyn­hneigðra og trans­fólks í Rússlandi. Að skella hurðum ger­ir maður bara einu sinni og ekki er lík­legt að það at­vik veki at­hygli ann­ars staðar en hér. Með því get­ur þó verið lokað á mik­il­væg tæki­færi til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mann­rétt­inda.“

Þar sem borg­ar­stjóri lagði þó aðeins til að farið verði yfir málið samþykktu sjálf­stæðis­menn með þeim orðum að afstaða til sam­starfs­samn­ings­ins í heild sinni, og hugs­an­legra breyt­inga á hon­um, verði tek­in þegar kem­ur að end­an­legri ákvörðun borg­ar­ráðs.

Átök í Moskvu þegar umdeild lög gegn áróðri fyrir samkynhneigð …
Átök í Moskvu þegar um­deild lög gegn áróðri fyr­ir sam­kyn­hneigð voru samþykkt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert