Treystir Sigurði Inga í makríldeilunni

Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Vissulega óttaðist ég að eftirmenn mínir á stól sjávarútvegsráðherra myndu bogna í hnjánum gagnvart ESB og bjóða sig niður fyrir 16% mörkin er ég setti, sem og raunin varð.Aðildarumsókn að ESB gekk jú fyrir öllu hjá mörgum fyrrum félögum mínum í ríkisstjórn eins og allir vita.

Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á heimasíðu sinni. Hann segist hins vegar treysta og hvetja eftirmann sinn í núverandi ríkisstjórn, Sigurð Inga Jóhannsson, til þess að standa á rétti Íslendinga í makríldeilunni við Evrópusambandið og Noreg. Jón er að sama skapi ánægður með að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, „hafi látið kalla fulltrúa ESB í utanríkisráðuneytið þar sem þeim var lesinn pistillinn vegna glórulausra hótanna í garð Íslendinga og mótmælt harkalegum yfirgangi ESB gagnvart Færeyingum.“ Stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við Færeyinga hafi verið tímabær en mátt vera ákveðnari.

„Það var mér hinsvegar fyrirsjáanlegt að ákvörðunin um makrílveiðarnar og hversu fast var staðið á rétti okkar þar myndi setja ESB umsóknina í algjört uppnám sem og varð.Réttur okkar til veiðanna innan eigin lögsögu er ótvíræður. ESB ætti að líta í eigin barm og hirta sín eigin lönd t.d. fyrir ofveiði og brottkast. Það hafa þau sjálfssagt vald til,“ segir Jón ennfremur.

Heimasíða Jóns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert