Veskið fannst tveimur árum seinna

mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurnesjum fékk heimsókn í vikunni frá manni sem framvísaði kortaveski sem hann fann liggjandi í vegkanti þegar hann hjólaði eftir Garðavegi í Keflavík.

Haft var samband við eiganda veskisins sem brást glaður við enda sagðist hann hafa týnt því við umrædda götu fyrir u.þ.b. tveimur árum.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni, að í veskinu hafi m.a. verið að finna ökuskírteini og greiðslukort.

Eigandinn kvaðst ætla að koma niður á stöð til að sækja veskið góða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert