Óþarfir fyrirvarar í kaupsamningum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sem tóku íbúðarlán fyr­ir banka­hrunið og urðu fyr­ir tjóni vegna þess fá það bætt óháð því hvort þeir hafi síðan selt eða end­ur­fjármagnað eign­ir sín­ar. Fyr­ir­var­ar í kaup­samn­ing­um um íbúðar­hús­næði eru því óþarf­ir. Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Fram kom í frétt­inni að færst hefði í vöxt að selj­end­ur íbúðar­hús­næðis settu fyr­ir­vara í kaup­samn­inga um hugs­an­leg­ar leiðrétt­ing­ar á íbúðalán­um til þess að þeir njóti þeirra en ekki kaup­and­inn. For­sæt­is­ráðherra seg­ir þetta hins veg­ar ekki nauðsyn­legt þó að skilj­an­legt sé að fólk vilji hafa var­ann á.

„En í þessu til­felli höf­um við lagt á það áherslu að sú leiðrétt­ing sem um er að ræða eigi að miðast við að leiðrétta hjá þeim sem urðu fyr­ir tjóni vegna þessa margum­rædda for­sendu­brests. Þannig að það skipt­ir ekki máli hvaða samn­ing­ar hafi verið gerðir í millitíðinni, hvort menn hafi selt eða end­ur­fjármagnað eða gert aðrar breyt­ing­ar. Þetta miðist við að bæta tjónið sem varð vegna hruns bank­anna, sem bein af­leiðing af því og þá hjá þeim sem urðu fyr­ir því tjóni“, sagði Sig­mund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert