Ekkert samráð við kennara

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kenn­ara­sam­band Íslands seg­ir að þrátt fyr­ir að mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Ill­ugi Gunn­ars­son, hafi talað op­in­skátt um stytt­ingu náms þá hafi hann ekki rætt við for­ystu­fólk KÍ um málið þrátt fyr­ir að óskað hafi verið eft­ir því.

„Mik­il umræða hef­ur verið síðustu daga og vik­ur um mögu­leika á stytt­ingu náms. Sér­stak­lega hef­ur verið rætt um fram­halds­skól­ann í því sam­bandi þó málið snerti skóla­kerfið í heild.

Kenn­ara­sam­bandið var­ar við að breyt­ing­ar verði notaðar til að spara og rýra gæði náms. Mögu­leik­inn á sveigj­an­leg­um náms­tíma er til staðar í lög­um um grunn­skóla og fram­halds­skóla frá ár­inu 2008 og ekk­ert er um lengd náms í lög­um um fram­halds­skóla.

Minnt er á að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um mennta­mál er sér­stök áhersla lögð á sam­ráð við hags­munaaðila. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur tjáð sig op­in­skátt um að hann ætli að stytta nám í fram­halds­skól­un­um í þrjú ár. Hann hef­ur hins veg­ar ekki rætt við for­ystu­fólk KÍ um málið þrátt fyr­ir ósk­ir þar um. Kenn­ara­sam­bandið skor­ar á ráðherra að koma á slík­um fundi hið fyrsta, til að ræða um stefnu og áhersl­ur stjórn­valda í skóla­mál­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Kenn­ara­sam­bands Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert