Gegnumgangandi launamunur

Kjarakönnun BHM var kynnt í dag.
Kjarakönnun BHM var kynnt í dag.

Laun félagsmanna aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) eru lægri eftir því sem hlutfall kvenna er hærra í þeim. Launamunur kynja innan bandalagsins er tæp 12% þegar tekið hefur verið tillit til þekktra áhrifaþátta eins og vinnustunda, menntunar o.fl.

Þetta kemur fram í kjarakönnun sem BHM hefur látið gera á meðal félaga í hinum 24 aðildarfélögum sínum. Í ljós kom að munur á launum karla og kvenna var 11,9% í fyrra. Auk hlutfalls kvenna í félögunum kom í ljós að vinnuveitandi hafði áhrif á muninn. Mesti munurinn á launum kvenna var hjá einkafyrirtækjum og sveitarfélögunum. Þar þyrftu konur að fá um 20% hærri laun til að vera jafnar körlum þegar litið er til launa í febrúar á þessu ári.

Þegar búið er að leiðrétta fyrir áhrifaþáttum launa var launamunurinn hjá ríkinu 8,3%, 8,5% hjá Reykjavíkurborg en 6,4% hjá öðrum sveitarfélögum í febrúar á þessu ári. Munurinn hjá einkafyrirtækjum var 8,0%.

„Það er gegnumgangandi launmunur kynja, sama hvert er litið. Hann er miklu meiri en við bjuggumst við,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.

Í könnuninni var litið til allra greiðslna sem félagsmenn fengu, ekki bara taxtabundinna launa. Meðalársgreiðslur til félaga í aðildarfélögum BHM voru því rúmar 6,3 milljónir króna á síðasta ári. Í febrúar á þessu ári voru meðallaunin 522 þúsund krónur. Þá er ekki litið til annarra greiðslna.

Hæstu launin voru hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla þar sem þau voru tæpar 9,5 milljónir í fyrra. Hlutfall karla í því félagi var hæst allra aðildarfélaganna. Lægst voru launin hjá Iðjuþjálfarafélagi Íslands, rúma 4,8 milljónir króna.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert