Gegnumgangandi launamunur

Kjarakönnun BHM var kynnt í dag.
Kjarakönnun BHM var kynnt í dag.

Laun fé­lags­manna aðild­ar­fé­laga Banda­lags há­skóla­manna (BHM) eru lægri eft­ir því sem hlut­fall kvenna er hærra í þeim. Launamun­ur kynja inn­an banda­lags­ins er tæp 12% þegar tekið hef­ur verið til­lit til þekktra áhrifaþátta eins og vinnu­stunda, mennt­un­ar o.fl.

Þetta kem­ur fram í kjara­könn­un sem BHM hef­ur látið gera á meðal fé­laga í hinum 24 aðild­ar­fé­lög­um sín­um. Í ljós kom að mun­ur á laun­um karla og kvenna var 11,9% í fyrra. Auk hlut­falls kvenna í fé­lög­un­um kom í ljós að vinnu­veit­andi hafði áhrif á mun­inn. Mesti mun­ur­inn á laun­um kvenna var hjá einka­fyr­ir­tækj­um og sveit­ar­fé­lög­un­um. Þar þyrftu kon­ur að fá um 20% hærri laun til að vera jafn­ar körl­um þegar litið er til launa í fe­brú­ar á þessu ári.

Þegar búið er að leiðrétta fyr­ir áhrifaþátt­um launa var launamun­ur­inn hjá rík­inu 8,3%, 8,5% hjá Reykja­vík­ur­borg en 6,4% hjá öðrum sveit­ar­fé­lög­um í fe­brú­ar á þessu ári. Mun­ur­inn hjá einka­fyr­ir­tækj­um var 8,0%.

„Það er gegn­um­gang­andi laun­mun­ur kynja, sama hvert er litið. Hann er miklu meiri en við bjugg­umst við,“ seg­ir Guðlaug Kristjáns­dótt­ir, formaður BHM.

Í könn­un­inni var litið til allra greiðslna sem fé­lags­menn fengu, ekki bara taxta­bund­inna launa. Meðalárs­greiðslur til fé­laga í aðild­ar­fé­lög­um BHM voru því rúm­ar 6,3 millj­ón­ir króna á síðasta ári. Í fe­brú­ar á þessu ári voru meðallaun­in 522 þúsund krón­ur. Þá er ekki litið til annarra greiðslna.

Hæstu laun­in voru hjá Fé­lagi pró­fess­ora við rík­is­háskóla þar sem þau voru tæp­ar 9,5 millj­ón­ir í fyrra. Hlut­fall karla í því fé­lagi var hæst allra aðild­ar­fé­lag­anna. Lægst voru laun­in hjá Iðjuþjálf­ara­fé­lagi Íslands, rúma 4,8 millj­ón­ir króna.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert