Hvetja ráðherra að sýna áfram staðfestu

Samtökin Heimssýn
Samtökin Heimssýn Heimssýn

Heims­sýn – hreyf­ing sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um hvet­ur stjórn­ar­flokk­ana til þess að standa við stefnu sína um að hætta form­lega aðlög­un­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Heims­sýn hvet­ur einnig ut­an­rík­is­ráðherra til þess að sýna áfram staðfestu í mál­inu, sam­kvæmt álykt­un sem sam­tök­in hafa sent frá sér.

Nú hef­ur verið sannað að um er að ræða aðlög­un­ar­ferli en ekki könn­un­ar­viðræður eins og oft hef­ur verið haldið fram. Sú staðreynd að IPA-styrk­irn­ir hafa verið stöðvaðir af fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins um leið og ferlið var stöðvað sýn­ir að þeir voru ætlaðir til þess að laga ís­lenska stjórn­sýslu að lög­um og regl­um sam­bands­ins,“ seg­ir enn frem­ur í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert