Lesskimanir ekki teknar saman

63% nemenda í 2. bekk geta lesið sér til gagns, …
63% nemenda í 2. bekk geta lesið sér til gagns, sem er 6 prósentustigum lægra en í könnuninni 2012. Kristinn Ingvarsson

Ekki eru tekn­ar sam­an niður­stöður lesskim­ana í grunn­skól­um í Hafnar­f­irði, Mos­fells­bæ, Seltjarn­ar­nesi eða á Ak­ur­eyri á sama hátt og gert er í Reykja­vík, en mbl.is flutti af því frétt­ir á dög­un­um að sam­kvæmt nýj­ustu lesskimun í grunn­skól­um í Reykja­vík gætu aðeins 63% nem­enda í 2. bekk lesið sér til gagns og að mun­ur á kynj­un­um færi vax­andi.

Samþykkt var ein­róma til­laga full­trúa vinstri grænna og sjálf­stæðismanna á fundi skóla- og frí­stundaráðs um að niður­stöður lesskimun­ar­könn­un­ar yrðu kynnt­ar fyr­ir nem­end­um og for­eldr­um og að for­eldr­ar fengju upp­lýs­ing­ar um frammistöðu barna sinna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg er for­eldr­um þegar til­kynnt um það ef börn þeirra eiga í lestr­ar­erfiðleik­um, m.a. miðað við niður­stöður lesskimun­ar­k­ann­ana.

Í Hafnar­f­irði er lesskimun fram­kvæmd í grunn­skól­um og notuð ýmis tæki til að greina lestr­ar­vanda nem­enda. Niður­stöður lesskimun­ar­k­ann­ana eru ekki tekn­ar sam­an fyr­ir allt sveit­ar­fé­lagið. Slík sam­an­tekt er í bíg­erð en ekki er ljóst hvernig eða hvenær henni verður hrint í fram­kvæmd.

Á Ak­ur­eyri er lesskimun gerð en eng­ar sam­eig­in­leg­ar niður­stöður fyr­ir alla skóla tekn­ar sam­an. Sér­kenn­ar­ar leggja skimun­ina fyr­ir og taka sam­an niður­stöður í sín­um skól­um.

Í Mos­fells­bæ eru gerðar reglu­leg­ar lesskimun­ar­k­ann­an­ir en niður­stöður eru ekki tekn­ar sam­an og birt­ar. Á Seltjarn­ar­nesi hef­ur grunn­skól­inn sín­ar eig­in lestr­aráætlan­ir og próf­ar út frá þeim, en þar eð aðeins einn grunn­skóli er í sveit­ar­fé­lag­inu er ekki gerður sam­an­b­urður við aðra skóla held­ur niður­stöður skól­ans tekn­ar sam­an og born­ar sam­an við niður­stöður fyrri ára.

Frétt mbl.is: Ein­ung­is 63% geta lesið sér til gagns

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert