Varað við litarefnum í mat

Sushi.
Sushi. mbl.is/Eggert

Aðvör­un­ar­orð á umbúðum ís­lenskra mat­væla hafa vakið at­hygli neyt­enda. Sem dæmi má nefna aðvör­un­ar­orð á ís­lensk­um sus­hi-pakka við litar­efnið E102 en þar er til­greint að efnið geti haft nei­kvæð áhrif á at­hafna­semi og eft­ir­tekt barna.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag segja mat­væla­fræðing­ur og sér­fræðing­ur hjá Mat­væla­stofn­un óþarft að láta sér bregða við slík­ar merk­ing­ar og benda á að ekki er hægt að sýna fram á slík­ar af­leiðing­ar með vís­inda­leg­um hætti.

Þau telja bæði að um­deilda E-efnið sé ekki að finna í sus­hi-bit­un­um sjálf­um held­ur frek­ar í soja-sós­unni, wasa­bi-pip­ar­rót­inni eða engi­fer­inu sem fylg­ir gjarn­an með í slík­um pökk­um. Efn­in séu skaðlaus.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert