Varað við litarefnum í mat

Sushi.
Sushi. mbl.is/Eggert

Aðvörunarorð á umbúðum íslenskra matvæla hafa vakið athygli neytenda. Sem dæmi má nefna aðvörunarorð á íslenskum sushi-pakka við litarefnið E102 en þar er tilgreint að efnið geti haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja matvælafræðingur og sérfræðingur hjá Matvælastofnun óþarft að láta sér bregða við slíkar merkingar og benda á að ekki er hægt að sýna fram á slíkar afleiðingar með vísindalegum hætti.

Þau telja bæði að umdeilda E-efnið sé ekki að finna í sushi-bitunum sjálfum heldur frekar í soja-sósunni, wasabi-piparrótinni eða engiferinu sem fylgir gjarnan með í slíkum pökkum. Efnin séu skaðlaus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert