Bjarni: „Ég hef aldrei greitt auðlegðarskatt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist aldrei hafa greitt auðlegðarskatt. „Ítrekuð skrif um annað eru einfaldlega röng,“ skrifar Bjarni á Facebook-síðu sína í dag.

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ég hef aldrei greitt auðlegðarskatt. Ítrekuð skrif um annað eru einfaldlega röng. Aðalatriði málsins er að þetta er skattur sem síðasta ríkisstjórn lagði á sem tímabundna ráðstöfun. Fjármálaráðherra í þeirri ríkisstjórn tók fram að ekki stæði til að framlengja skattinn. Þessi ríkisstjórn mun ekki breyta þeirri fyrirætlan,“ skrifar Bjarni.

Bjarni sagði í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. laugardag að ríkisstjórnin hygðist ekki framlengja álagningu auðlegðarskatts. Skattinn sagði hann hugsanlega ganga gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Næsta gjaldár yrði því það síðasta sem skatturinn verður lagður á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert