Stofnfiskur nýtur sérstöðu á markaði í Síle vegna heilbrigðis laxahrogna og er nú eina fyrirtækið sem hefur leyfi til að flytja laxahrogn til landsins.
Þá hefur það styrkt stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum að það getur afgreitt laxahrogn alla mánuði ársins. Útlit er fyrir að Stofnfiskur flytji út laxahrogn fyrir röskan milljarð á þessu ári og fara yfir 60% framleiðslunnar til Síle, að því er fram kemur í umfjöllun um útflutning Stofnfisks í Morgunblaðinu í dag.
Stofnfiskur framleiðir laxahrogn m.a. í Vogum á Vatnsleysuströnd og á Kalmanstjörn við Hafnir.