Skuldarar eru yngri og búa frekar í leiguhúsnæði

Umboðsmaður skuldara.
Umboðsmaður skuldara. mbl.is/Eggert

Umsóknum um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara hefur fækkað miðað við fyrri ár og hópurinn hefur breyst. Umsækjendur eru yngri en áður, fleiri búa í leiguhúsnæði og geta þeirra til að greiða skuldir er minni.

Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo hafi uppboðsmálum fjölgað á þessu ári og 300 manns bæst á vanskilaskrá frá því í maí.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara, að sú aukning sem birtist í tölum Creditinfo komi ekki fram hjá umboðsmanni skuldara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert