„Ákvörðunin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Bryjar Gauti

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja ræddi mál­efni Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­manna­eyja á auka­fundi í dag og þau áform um að leggja af grunnþjónstu sem sé fólg­in í rekstri skurðstofu frá og með 1. októ­ber nk. Bæj­ar­yf­ir­völd segja að ít­rekað hafi verið gerð at­laga að þeirri mik­il­vægu og lífs­nauðsyn­legu þjón­ustu sem sé veitt á stofn­un­inni.

Í til­kynn­ingu sem Vest­manna­eyja­bær sendi frá sér seg­ir að „illu heilli þarf stöðugt að vera að minna emb­ætt­is­menn og póli­tíska full­trúa rík­is­valds­ins á staðreynd­ir þess­ara mála.  Fyr­ir kosn­ing­ar virðist skiln­ing­ur­inn al­ger. Þeir sem leita eft­ir atkæðum geta þá ekki til þess hugsað að skerða þjón­ustu sam­fé­lags­ins á þann máta að kon­ur geti ekki fætt börn í næst­stærsta byggðar­kjarna á land­inu utan stór­höfuðborg­ar­svæðis­ins.  Skiln­ing­ur­inn á ör­yggi íbúa, eðli at­vinnu­lífs­ins, hætt­unni sem fylg­ir sjó­mennsku og fleira er á sama hátt mik­il fyr­ir kosn­ing­ar.  Að lokn­um kosn­ing­um þarf hins­veg­ar að verja þessa sjálf­sögðu þjón­ustu með kjafti og klóm.“

Ákvörðun tek­in án sam­ráðs

Vest­manna­eyja­bær seg­ir, að enn og aft­ur sé minnt á að vegna land­fræðilegr­ar legu Vest­manna­eyja sé nauðsyn­legt að íbú­ar og gest­ir hafi aðgang að skurðstofu í sam­fé­lag­inu.

„Ekki á þurfa að taka það fram að Vest­manna­eyj­ar eru eyja.  Veður hér eru oft vá­lynd og nú síðast í síðustu viku –um há sum­ar- var ekki siglt milli lands og Eyja í á ann­an sól­ar­hring, þoka lá yfir öllu svo ófært var með flugi. Í Vest­manna­eyj­um ger­ist það reglu­lega að  sam­fé­lagið ein­angr­ast vegna veðurs og aðstæðna sem ekki verður ráðið við.  Bæj­ar­ráð ger­ir þá eðli­legu kröfu að heil­brigðis­yf­ir­völd taki til­lit til sér­stöðu Vest­manna­eyja og tryggi ör­yggi bæj­ar­búa að þessu leyti.

Bæj­ar­ráð gagn­rýn­ir sér­stak­lega að jafn af­drifa­rík ákvörðun og þessi skuli tek­in án sam­ráðs við bæj­ar­yf­ir­völd. Ákvörðunin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, ekk­ert hafði verið rætt við bæj­ar­yf­ir­völd um málið. Af þess­um sök­um krefst bæj­ar­ráð þess að heil­brigðisráðherra fundi með bæj­ar­stjórn hið fyrsta vegna þessa og jafn­framt er þess kraf­ist að ekk­ert verði aðhafst til und­ir­bún­ings fyr­ir­hugaðri lok­un fyrr en að lokn­um slík­um fundi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Gera allt til að verj­ast þess­ari at­lögu

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að heil­brigðisþjón­usta í Vest­manna­eyj­um sé um margt ólíkt því sem geng­ur og ger­ist.

„Við erum hér með næst stærsta þétta­býliskjarna utan stór­höfuðborg­ar­svæðis­ins á lít­illi Eyju sem oft ein­angr­ast fyr­ir­vara lítið.  Ég hef, eins og svo marg­ir Eyja­menn, kynnst mik­il­vægi skurðstofu.  Ekki ein­ung­is hef ég lagst þar und­ir hníf­inn held­ur fædd­ist annað barna minna á skurðstof­unni.  Ég veit því sem er að fátt myndi draga meira úr ör­yggi íbúa og geng­is­fella sam­fé­lagið en lok­un á skurðstof­unni,“ seg­ir Elliði í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér.

„Við Eyja­menn mun­um gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að verj­ast þess­ari at­lögu á ör­yggi bæj­ar­búa og gesta.  Fyrsta skrefið er að funda með Kristjáni Þór heil­brigðisráðherra sem sjálf­ur er af lands­byggðinni og þekk­ir því þessi mál.  Að mínu mati ætti svo næsta skref að vera als­herj­ar út­tekt á heil­brigðisþjón­ustu í Vest­manna­eyj­um þar sem allt væri und­ir, bæði sú þjón­usta sem bæj­ar­fé­lagið veit­ir sem og sú þjón­usta sem ríkið veit­ir. Mín trú er sú að út úr slíkri út­tekt kæmu leiðir til hagræðing­ar sem kunna að verða til þess að hægt sé að koma í veg fyr­ir þá skerðingu sem nú hef­ur enn á ný verið boðuð,“ seg­ir Elliði enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert