Góð reynsla af vindmyllunum

Vindmylla á „Hafinu
Vindmylla á „Hafinu".

Rekstur tveggja rannsóknarvindmylla sem Landsvirkjun setti upp í desember í fyrra á Hafinu svonefnda, norður af Búrfelli, hefur gengið vel og raforkuvinnsla þeirra verið samkvæmt áætlun.  Fyrirtækið ætlar að halda áfram rannsóknum á vindorku og rannsaka hvort að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé raunhæfur virkjunarstaður.

Árangurinn af rannsóknunum var kynntur á blaðamannafundi í dag. Markmið verkefnisins var að greina kostnað, umhverfisáhrif og nýtnihlutfall þess að beisla vindorku með það að leiðarljósi að gera hana að þriðju stoð íslenska raforkukerfisins.

Samanlögð raforkuvinnsla vindmyllnanna var 3.150 Mwst sem er gríðarleg gott í alþjóðlegu samhengi að sögn Margrétar Arnardóttur, verkefnastjóra Landsvirkjunar. Nýting á vindorku sé nokkuð betri hér en víðast hvar annars staðar.

Í ljósi árangursins hefur verið ákveðið að halda áfram að skoða hvort að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé raunhæfur og hagkvæmur virkjunarstaður fyrir vindorku til framtíðar. Til þess voru undirritaðir samningar við verkfræðistofurnar Eflu og Mannvit í dag en þær eiga að meta getu svæðisins með ítarlegum vindmælingum og hermunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert