„Hvar hafa þeir alið manninn?“

„Loksins virðist sem forystumenn Reykjavíkurborgar séu að átta sig á vilja almennings í flugvallarmálinu. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með viðbrögðum borgarstjóra og formanns skipulagsráðs. Hvar hafa þeir alið manninn?“

Þannig kemst Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að orði á Facebook-síðu sinni í kvöld og vísar þar til undirskriftasöfnunarinnar fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni á vefsíðunni Lending.is. Hann bendir á að stefna flokksins hafi verið skýr varðandi það þó einhverjir borgarfulltrúar hans hafi verið á annarri skoðun.

„Nú verður þessu máli að ljúka svo hægt verði að hefja uppbyggingu nauðsynlegra mannvirkja á flugvallarsvæðinu þannig að farþegar og starfsfólk fái viðunandi aðstöðu,“ segir Jón ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert