Norðurljósadýrð á Fáskrúðsfirði

Norðurljós yfir Fáskrúðsfirði þriðjudagskvöldið 28. ágúst 2013.
Norðurljós yfir Fáskrúðsfirði þriðjudagskvöldið 28. ágúst 2013. Ljósmynd/Jónína Óskarsdóttir.

„Við nut­um glæsi­legs sjón­arspils í eina og hálfa klukku­stund,“ seg­ir Jón­ína Óskars­dótt­ir, áhuga­ljós­mynd­ari á Fá­skrúðsfirði. Í gær­kvöldi voru mjög góðar aðstæður til að fylgj­ast með norður­ljós­um í firðinum og þurfa íbú­ar ekki að leita langt til að kom­ast frá ljós­meng­un bæj­ar­ins.

Að sögn Jón­ínu var þetta lík­lega eitt af fyrstu kvöld­un­um í haust sem hægt hef­ur verið að njóta norður­ljósa­sýn­ing­ar á borð við þessa á Fá­skrúðsfirði. Hún er áhuga­ljós­mynd­ari og hef­ur sér­stak­lega gam­an af því að mynda norður­ljós­in. „Ég hef ekki séð svona lit­rík­ar mynd­ir hjá öðrum í haust,“ seg­ir Jón­ína.

Kjöraðstæður í sept­em­ber og októ­ber

„Það var mjög mik­il virkni í gær­kvöldi og í nótt,“ seg­ir Þórður Ara­son, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. Svo hægt sé að njóta norður­ljósa­dýrðar­inn­ar með góðu móti þarf að vera nokkuð létt­skýjað. Aðstæður til norður­ljósa­skoðunar hafa að sögn Þórðar ekki verið góðar á höfuðborg­ar­svæðinu síðastliðna daga en létt­skýjað hafi verið yfir Aust­fjörðum í gær­kvöldi og því hafi mynd­ast góðar aðstæður.

Aðspurður seg­ir Þórður að nú fari norður­ljósa­tím­inn að hefjast. Norður­ljós­in eru vissu­lega til staðar allt árið en kjöraðstæður mynd­ist á haust­in, í sept­em­ber og októ­ber. „Það er meiri virkni í kring­um jafn­dæg­ur á hausti og vori,“ seg­ir hann.

Hægt er að fylgj­ast með norður­ljósa­spánni á vef Veður­stof­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert