Skurðstofu lokað í Eyjum

mbl.is/Sigurður Bogi
Á starfsmannafundi á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE) í dag var tilkynnt að skurðstofunni yrði lokað frá og með 1. október nk. 
 
Gunnar Kr. Gunnarsson framkvæmdastjóri tilkynnti þetta á fundinum og sagði að þeim væri nauðugur einn kostur,að skera niður í rekstrinum. Þetta verður m.a. til þess að fæðingar í Vestmannaeyjum munu að mestu heyra sögunni til. Þetta kemur fram á vefnum Eyjafréttir.

Hinn möguleikinn var að leggja niður öldrunardeild og minnka lyflæknisdeildina. Þá hefði sjúkrarúmum fækkað úr 23 í tólf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert