„Þessar upplýsingar eru ekki til þess ætlaðar að birta opinberlega,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands um niðurstöður lesskimunarkönnunar sem framkvæmd var á nemendum í grunnskólum í Reykjavík.
„Skólarnir taka þessar niðurstöður alvarlega, hvernig sem þær kunna að vera. Mér finnst þetta vera vantraust á skólana, ef fólk telur að við séum ekki að vinna úr þeirri skimun sem við setjum börnin okkar í,“ segir Svanhildur.
Í Morgunblaðinu í dag segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, það ekki endilega ákjósanlegt að birta árlega niðurstöður úr slíkum könnunum vegna sveiflna sem kunna að vera milli árganga.