Birting verði ekki opinber

mbl.is/Valdís

„Þess­ar upp­lýs­ing­ar eru ekki til þess ætlaðar að birta op­in­ber­lega,“ seg­ir Svan­hild­ur María Ólafs­dótt­ir, formaður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands um niður­stöður lesskimun­ar­könn­un­ar sem fram­kvæmd var á nem­end­um í grunn­skól­um í Reykja­vík.

„Skól­arn­ir taka þess­ar niður­stöður al­var­lega, hvernig sem þær kunna að vera. Mér finnst þetta vera van­traust á skól­ana, ef fólk tel­ur að við séum ekki að vinna úr þeirri skimun sem við setj­um börn­in okk­ar í,“ seg­ir Svan­hild­ur.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í skóla- og frí­stundaráði Reykja­vík­ur, það ekki endi­lega ákjós­an­legt að birta ár­lega niður­stöður úr slík­um könn­un­um vegna sveiflna sem kunna að vera milli ár­ganga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert