Já Ísland dregur saman seglin

mbl.is

Gerðar hafa verið breytingar á rekstri samtakanna Já Ísland, sem eru regnhlífarsamtök þeirra vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið, til þess að nýta betur það takmarkaða fjármagn sem þau hafa úr að spila að því er fram kemur á heimasíðu þeirra í dag.

„Engir starfsmenn eru lengur á launaskrá en félagið hefur áfram skrifstofu- og fundaraðstöðu í Síðumúla og rekur sig á grundvelli sjálfboðastarfs fyrst um sinn. Fjármögnun starfseminnar er með frjálsum framlögum einstaklinga og lögaðila hér eftir sem hingað til,“ segir á síðunni.

Samtökin hafa haft tvo starfsmenn, Sigurlaugu Önnu Jóhannsdóttur og Semu Erlu Serdar, og hafa þær báðar látið af störfum „en þær hafa unnið mikið og gott starf fyrir okkur. Þeim eru færðar sérstakar þakkir og óskað velfarnaðar á öðrum vettvangi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert