Óháð stofnun vinni skýrslu um ESB

Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi …
Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel fyrr í sumar. Skjáskot/EbS Channel

„Við fór­um yfir lög­fræðiálitið sem var út­skýrt af sér­fræðing­um fyr­ir nefnd­inni. Það hef­ur eng­inn hrakið það,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra um meg­in­efni fund­ar ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar síðdeg­is. Vís­ar ráðherr­ann þar til lög­fræðileg­ar álits­gerðar vegna ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að gera hlé á aðild­ar­viðræðum við ESB og að stöðva frek­ari vinnu samn­inga­nefnd­ar og –hópa. 

Varðaði álits­gerðin bind­andi áhrif þings­álykt­ana, í þessu til­viki þings­álytk­un­ar síðustu rík­is­stjórn­ar hinn 16. júlí 2009 um að sækja um aðild að ESB. 

Tel­ur Gunn­ar Bragi aðspurður því að öll­um spurn­ing­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar um Evr­ópu­mál­in sé svarað í bili, en sl. föstu­dag svaraði hann sjö spurn­ing­um Árna Páls Árna­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar, um stöðu ESB-um­sókn­ar­inn­ar. 

„Ég hafði for­göngu um að lög­fræðiálitið yrði rætt í nefnd­inni. Ég held mínu striki við að sjá til þess að það sé hlé á þess­um viðræðum. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur skiln­ing á því. Það er sjálft að nota sitt fólk í önn­ur verk­efni sem var í Íslands­viðræðunum. Eft­ir því sem ég best veit er það komið í verk­efni sem lúta að næstu ríkj­um í stækk­un­ar­ferl­inu.

Ég fór svo yfir næstu skref í ESB-mál­inu sem er að leggja skýrslu um ESB fyr­ir þingið. Von­andi verður það í nóv­em­ber. Í fram­haldi af því verður umræða á Alþingi og ákv­arðanir tekn­ar eða ekki. Það á eft­ir að koma í ljós,“ seg­ir Gunn­ar Bragi.

Skýrsla um þróun mála inn­an ESB

Vís­ar hann þar með til skýrslu um gang aðild­ar­viðræðna Íslands við ESB til þessa, um þróun mála inn­an ESB og hvert sam­bandið stefni.

Spurður hvenær nefnd sem ætlað er að vinna skýrsl­una verði skipuð seg­ir Gunn­ar Bragi all­ar lík­ur á að óháð stofn­un vinni skýrsl­una fyr­ir ráðherr­ann.

Annað mál á dag­skrá nefnd­ar­inn­ar var Sýr­land og átök­in þar.

„Ég svaraði spurn­ing­um full­trúa minni­hlut­ans um hvort ís­lenska rík­is­stjórn­in hefði verið beðin um að lýsa yfir stuðningi við ein­hvers kon­ar hernaðaraðgerðir. Ég upp­lýsti að það hefði ekki verið farið fram á neitt slíkt. Banda­lagsþjóðir okk­ar fóru fram á það við okk­ur að við lýst­um yfir and­stöðu við beit­ingu efna­vopna. Að sjálf­sögðu gerðum við það. Það þurfti enga hvatn­ingu til.

Ég sagði að ef ein­hver skref yrðu tek­in í Sýr­lands­mál­inu yrði það gert í fullu sam­ráði við nefnd­ina,“ seg­ir Gunn­ar Bragi. Ótíma­bært sé að ræða hver viðbrögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði ef nýj­ar upp­lýs­ing­ar koma fram í mál­inu. Hann telji ekk­ert hafi komið fram í tengsl­um við átök­in í Sýr­landi sem rétt­læti hernaðaraðgerðir.

Fund­ur nefnd­ar­inn­ar hófst klukk­an 17.00 síðdeg­is og lauk hon­um klukk­an 18.15.

Þriðji liður á dag­skrá var önn­ur mál og seg­ir Gunn­ar Bragi að ekk­ert hafi verið tekið fyr­ir und­ir þeim lið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert