Svarthöfði í Reykjavík og Anakinn í Hafnarfirði

Svarthöfði.
Svarthöfði.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur tók á fundi sín­um í gær fyr­ir til­lögu þess efn­is að breyta nafn­inu á Bílds­höfða í Svart­höfða. Til­lag­an var efst í flokkn­um skipu­lags­mál á sam­ráðsvefn­um Betri Reykja­vík. Samþykkt var á fund­in­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs.

Raun­ar hljóðar til­lag­an um að breyta nafn­inu á ein­hverj­um höfðanum, til dæm­is Bílds­höfða, í Svart­höfða. Hún var sett inn á vef­inn Betri Reykja­vík fyr­ir níu mánuðum síðan og hafa vin­sæld­ir henn­ar verið vax­andi. Með til­lög­unni fylgdi eft­ir­far­andi texti frá hug­mynda­smiðnum: „Það er ótrú­lega sorg­legt að borg­ar­yf­ir­völd hafi ekki ennþá svarað kalli fólks­ins um að gefa ein­hverri götu í höfðunum nafnið Svart­höfði. Það ligg­ur svo beint við.“

Nokkr­ar umræður hafa skap­ast um til­lög­una og í þeim meðal ann­ars bent á að Svart­höfði sé til sem ör­nefni, til dæm­is sé Svart­höfði við Von­ar­sk­arð.

Ann­ar sem kveður sér hljóðs nefn­ir að ef til­lag­an verði samþykkt bjóði það upp á mögu­leika á að para sam­an göt­ur milli sveit­ar­fé­laga og koma þannig á vina­götu­sam­bönd­um. „Anak­inn í Hafnar­f­irði gæti tengst Svart­höfða órofa­bönd­um.“ Ekki er þó vitað hvort ein­hver hafi stungið upp á því við bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði að breyta ein­hverri kinn­inni, til dæm­is Köldukinn, í Anak­inn.

Þá er einnig stungið upp á fleiri breyt­ing­um, til dæm­is að einu fell­anna í fella­hverfi verði breytt í Fala­fell. Ekki er þó að sjá að sú til­laga hafi fengið stuðning annarra.

Jón Gnarr borgarstjóri leikur Obi Wan Kenobi úr Star Wars.
Jón Gn­arr borg­ar­stjóri leik­ur Obi Wan Kenobi úr Star Wars. mbl.is/​Eva Björk Ægis­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert