Handtökur vegna vændis

 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær erlenda konu og íslenskan karlmann í tengslum við umfangsmikið vændiskaupamál. Grunur leikur á að nokkrir tugir karlmanna hafi keypt vændi hjá konunni. Karlmaðurinn sem var handtekinn er grunaður um að hafa haft milligöngu um eða tekjur af vændi konunnar.

Fólkið var yfirheyrt í gær og undanfarna daga hafa nokkrir tugir meintra vændiskaupenda verið yfirheyrðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Rannsókn málsins hófst fyrir um tveimur mánuðum á Keflavíkurflugvelli þegar konan kom til landsins því grunur lék á að hún gæti verið fórnarlamb mansals. Sá grunur hefur ekki verið staðfestur, að svo stöddu. Eftir að konan kom til landsins auglýsti hún á netinu að hún byði upp á nuddþjónustu. Hún dvaldi á höfuðborgarsvæðinu og þar fóru meint vændiskaup fram. Meðal þess sem verið er að kanna er hvort hún tengist öðrum erlendum vændiskonum sem hingað hafa komið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag en þar er fjallað ítarlega um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert