Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað öllum kröfum fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar á hendur konu sem tók hjá því bílalán. Hins vegar var fallist á þrautavarakröfu konunnar um eftirstöðvar lánsins.
Ágreiningur var um útreikning á eftirstöðvum samnings sem dæmdur var sem lánasamningur en ekki kaupleigusamningur. Samningurinn var talinn fela í sér ólögmæta gengisviðmiðun og við endurútreikning bæri að taka tillit til þess að konan hefði móttekið fyrirvaralausar kvittanir fyrir þegar greiddum afborgunum og yrði af þeim sökum ekki krafin um greiðslu frekari vaxta fyrir það tímabil.
Tekin var til greina þrautavarakrafa konunnar sem byggði m.a. á þessum forsendum en hafnað öðrum kröfum sem byggðu á því að leggja bæri samningsvexti til grundvallar útreikningum en líta framhjá ógildu ákvæði um gengistryggingu.